Back to All Events

Mikael Máni - Útgáfutónleikar Guitar Poetry

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Mikael Máni gefur út sína fyrstu sólógítar plötu 'Guitar Poetry' í lok mars en platan kemur út hjá þýska útgáfufyrirtækinu ACT sem er eitt af leiðandi jazz útgáfum í Evrópu. Í tilefni af því heldur hann þrenna tónleika á Íslandi og mun leika útgáfutónleika í Mengi miðvikudaginn 27. mars þar sem fólk fær tækifæri á að næla sér í plötuna tveim dögum áður en hún kemur út.

Mikael hefur gefið út þrjár plötur með bandi og fékk plata hans ‘Innermost’ nýverið Íslensku Tónlistarverðlaunin sem plata ársins í jazztónlist. Hinsvegar er þetta í fyrsta sinn sem hann mun flytja tónlist sína aleinn með gítarinn að vopni.

Stíll laganna heyrir ekki til venjubundinna greinahugtaka djasstónlistar. Það má heyra áhrif frá þjóðlagatónlist, bergmáli frá blús, bandarískri alþýðutónlist og einstökum kvikmyndatónlistarlegum blæ. Í líflegum og flæðandi spuna sameinar hann þetta á ljóðrænan hátt með skýrleika og hispursleysi söngvaskálds. Öll lögin á „Guitar Poetry“ segja sögur, opna rými og landslag, teikna myndir og eru spegilmynd gítarleikara sem er jafn óhefðbundinn og hann er tónlistarlega aðgengilegur, úthverfur introvert sem segir sögur í tónlistarlegri tjáningu af tilfinningu.

Húsið opnar 19:30 // Miðaverð 2.500 kr.

Earlier Event: March 21
Dominic Scott - Roundstone
Later Event: March 28
Stirnir | Apple Pie & ❤ the Razor